Nýtt smakk

Ég lagði land undir fót nýverið og brá mér örskotstúr til Íslands.

Maður fer ekkert gegnum fríhöfnina nema maður grípi eina bokku með…skylda hvers manns að taka út tollinn!

Í þetta skiptið greip ég eina af víkingaseriunni frá Highland Park, Svenna vin okkar, Svein. Hún fæst eingöngu í fríhöfnum.

Það er engin aldurstilgreining frekar en vanalega á þessum útgáfum. Ég stóðst ekki mátið, þetta var eins lítra flaska og á fjári góðu verði. Bjóst kannski ekki við neinni flugeldasýningu en þó vissulega við góðum dropa eins og vanalega frá Highland Park.

Ég verð að segja að þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ofsalega skemmtilegt, létt, ferskur appelsínu/sítruskeimur. Mestmegnis úr amerískri eik (bourbon tunnum) sem gefa nettan vanillukeim auk þess sem það er örlíttil vottur af kryddi og reyk þarna einhversstaðar.

Þetta eru kostakjör! Mæli algerlega með að grípa eina eigiði leið um fríhafnir. 37 pund fyrir líter.

IMG_0071

Published in: on 28/04/2015 at 17:24  Færðu inn athugasemd  
Tags: ,