Upplýsingar

Heil og sæl.

Jakob heiti ég, sjaldan kallaður annað en Kobbi. Ég er mikill áhugamaður um viskí og hef verið það um langa hríð. Ég bý í London og starfa í einni virtustu viskíverslun Bretlandseyja, Royal Mile Whiskies. Fyrirtækið er staðsett í Edinborg í Skotlandi. Þar er upprunalega búðin staðsett en fyrirtækið heldur úti einu útibúi, og er það jú, í London. Þess má geta að RMW fékk verðlaun sem besta viskíverslun Bretlandseyja fyrir síðasta ár, 2009. (uppfærsla: Unnum 2010 og 2011 einnig)

Mér sýnist að lítið sé um almennileg viskíblogg á íslensku og datt í hug að athuga hvort ekki væri markaður fyrir slíkt. Ætla ég því að láta reyna á það hér og láta gamminn geysa um viskí, og það sem því við kemur. Mun ég einbeita mér að skoskum einmöltungum, þá vissulega fái aðrar tegundir sinn skerf.

Einnig ætla ég að reyna að tala um þetta á mannamáli. Ég er ekki mikið fyrir það þegar fólk fer að koma með einhverjar kjánalegar og tilgerðarlegar upptalningar þegar það er að smakka viskí, eitthvað eins og að vískíið minni á kaldan haustmorgun í Himalayafjöllum, einhverja ávexti á mismunandi þroskastigum os.frv. þó vissulega sé oft nauðsynlegt að koma ögn inn a slíkt.

Ég stend í þeirri meiningu að það sé til viskí fyrir alla og geri ég mitt besta til að hjálpa lesendum að finna sitt.

Birt on 15/10/2009 at 20:09  Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar  
%d bloggurum líkar þetta: