Eins og ég nefndi hér áður, þá er ég þessa dagana að vinna í nýrri síðu sem verður með breyttum áherslum. Er þessa stundina að yfirfara og breyta gömlum færslum og henda út mörgu sem á ekki við lengur og/eða fellur ekki undir áherslubreytingarnar sem ég ætla að kýla í gegn. Margt hefur breyst síðan þær voru skrifaðar. Ég þakka þolinmæðina (þetta tekur allt sinn tíma) og garantera að síðan verður mun skemmtilegri aflestrar og fróðlegri, og umfram allt aktívari, en verið hefur.
Twitter og facebook síðurnar kem ég til með að taka niður líka og setja upp aðrar í staðinn. Held þeim þó inni þar til nýja síðan er klár. Er að velta fyrir mér hvort ég ætti að leggja meiri áherslu á Twitter eða Facebook, eða reyna að hafa það jafnt. Hvað finnst lesendum?
Komi upp einhverjar hugmyndir, fyrirspurnir eða beiðnir þá má endilega setja þær inn hér.
Bestu kveðjur úr kuldanum í London
Kobbi