Kilchoman Sauternes cask

Eins og undanfarin ár þá fór ég á The Whisky Show um helgina, á mánudaginn reyndar, því þá er Trade Day. Kosturinn við það er sá að það er mun fámennara og meiri tími gefst til að spjalla og bera saman bækur. Ókosturinn er sá að slatti er búinn því festivalið hefur verið í gangi 2 daga áður.

Þó var vissulega mjög margt að smakka. Einn hápunktanna var ný útgáfa frá Kilchoman,  úr Sauternes tunnum. Var ögn skeptískur á það því mér finnst reykur og víntunnur oft ekki fara vel saman, með undantekningum vissulega. Ég er mikill aðdáandi Kilchoman, og mér finnst hreinlega stórmerkilegt hvað viskíin þeirra eru þroskuð og margslungin þrátt fyrir ungan aldur. Kilchoman verksmiðjan opnaði árið 2005 og er því ekki með nein sérlega gömul viskí á sínum snærum. Sauternes útgáfan er einungis 5 ára gömul. 50% abv og upplagið er 6000 flöskur.

Virkilega gott jafnvægi milli reyksins og sætleika víntunnunnar. Mórinn er mikill og svolítið yfirgnæfandi til að byrja með en jafnar sig svo út, sætleikinn úr víninu minnir á sig, ferskur sítruskeimur í bland við móreykinn sem einkennir Kilchoman. Eftirbragðið er svo aftur töluvert reykt og endist heillengi.

Virkilega hrifinn, mæli með smakki hafiði tök á.sauternes-2016-hi

Þess má geta að sauternes vín er franskt, mjög sætt hvítvín.

 

Published in: Óflokkað on 06/10/2016 at 12:17  Færðu inn athugasemd  

The URI to TrackBack this entry is: https://viskiblogg.wordpress.com/2016/10/06/913/trackback/

RSS feed for comments on this post.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: