Glenfiddich Experimental Series

Fór á kynningu í vikunni þar sem Brian Kinsman Malt Master hjá Glenfiddich hélt tölu um nýjustu afurðir frá þeirri mætu verksmiðju; Experimental Series. Fyrstu útgáfurnar í þeirri seríu voru kynntar, IPA og XX.
IPA er þroskað í tunnum sem innihéldu IPA bjór frá Speyside Brewery í einn mánuð áður en voru fylltar af Fiddich viskíi. Aldurinn er algert leyndó en þegar ég gekk á Brian (hann var sessunautur minn í matnum, en boðið var upp á þríréttaða máltíð) þá eiginlega gaf hann í skyn að elsta viskíið væri 10-12 ára, er ég las milli línanna, en hann vildi ekkert segja meir, algert leyndó.

Hitt viskíið er Glenfiddich XX (Twenty). GF er með 20 ‘brand ambassadors’ á sínum snærum um allan heim. Allir 20 voru kallaðir til og sleppt lausum í einu vöruhúsa GF þar sem tunnur eru geymdar. Þau vissu ekki hvað til stóð en voru beðin að velja eina tunnu hvert. Ekkert smakk, heldur völdu tunnu bara byggt á hvað stóð á lokinu, aldur og hvað var áður í tunnunni.
Að því loknu var þeim tilkynnt að þau hefðu rétt í þessu valið næstu útgáfu GF, The XX. Brian tók svo þessar tunnur og blandaði þeim saman eftir kúnstarinnar reglum og það er The Twenty.
Glenfiddich voru afar rausnarlegir þetta kvöld, GF kokkteilar, þríréttað og eins mikið af IPA og XX eins og maður gat/vildi í sig látið. Ekki nóg með það heldur gáfu þeir þeim sem boðið var á þennan viðburð (20 manns) eina flösku af hvoru.
Hripa niður bragðpunkta von bráðar

Published in: Óflokkað on 03/09/2016 at 12:12  Færðu inn athugasemd  

The URI to TrackBack this entry is: https://viskiblogg.wordpress.com/2016/09/03/glenfiddich-experimental-series/trackback/

RSS feed for comments on this post.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: