Glendronach 8

Glendronach er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er vanalega minna fyrir sérrítunnuviskí, en það er eitthvað sem þeim tekst þarna sem mér finnst öðrum sérrí-viskíum, t.a.m. Macallan, Glenrothes, Dalmore svo eitthvað sé nefnt, ekki takast.

Glendronach er Speyside viskí og notast nær eingöngu við sérrítunnur. Afraksturinn er mjög þungt, dökkt, sætt viskí en jafnvægið í því finnst mér algerlega framúrskarandi.

Kjarninn hjá þeim er 12, 15 og 18 ára. Reglulega koma einnig frá þeim cask strength eintunnungar sem eru miklar bombur.

Nýverið kom út 8 ára Glendronach, The Hielan.. Smakkaði það nýverið og var mjög hrifinn, að vanda. Var geymt í bæði Pedro Ximenes og Oloroso tunnum, rétt eins og sú 12 ára. Mjög mikill ávaxtakeimur, stórt, þykkt og kryddað. Léttara og mildara en eldri systkinin en samt, verandi frá Glendronach, mjög mikil fylling. Stórgott.

Published in: on 29/06/2015 at 15:24  Færðu inn athugasemd